Stallman á Íslandi!

  Mánudag, 6.Febrúar, 2017 kl. 18:00 - 20:30

  Háskólinn í Reykjavík, stofa M101

Þann 6. Febrúar kl. 18:00 næstkomandi mun Richard Stallman flytja fyrirlesturinn "Free Software: For your Freedom and Privacy" í Stofu M101 Í Háskóla Reykjavíkur. Stallman er helsti baráttumaður heimsins í stafrænu frelsi.

Árið 1983 kom Stallman af stað GNU verkefninu með sköpun fullkomlega frjáls stýrikerfis að sjónarmiði, til þess að ná því markmiði gaf Stallman út GPL leyfið (GNU General Public license) sem var fyrsta hugbúnaðarleyfið sem tryggir fullkomið notendafrelsi. Síðar stofnaði hann "the Free Software Foundation" sem síðan þá hefur staðið vörð um frelsi og friðhelgi einstaklinga í hinum stafræna heimi. Í dag nota milljónir einstaklinga og þúsundir fyrirtækja og stofnana allskonar útfærslur af GNU stýrikerfinu. Endalaust væri hægt að telja upp þau áhrif sem vinna Stallmans og FSF hafa haft á heiminn.

Richard Stallman mun tala um markmið og hugmyndafræði hugbúnaðarfrelsishreyfingarinnar (e. the Free Software Movement), núverandi ástand og sögu GNU stýrikerfisins sem er í dag notað ásamt Linux kjarnanum af fleiri milljónum manns á hverjum degi. Einnig mun hann tala um hættuna sem steðjar að friðhelgi einkalífsins vegna hraðri þróun stafrænnar tækni og hvað við getum gert til þess að koma okkur á rétta braut.

Ókeypis er inná fyrirlesturinn og ekki er nausynlegt að skrá sig til að mæta. Salurinn rúmar um 200 manns og búist er við að hann fyllist fljótt.

Ef þér langar að skrá þig á póstlista FSF til þess að fá tilkynningar um viðburði í nágrenni þínu er hlekkur til þess hérna:https://my.fsf.org/civicrm/profile/create?gid=471&reset=1

Það verður bás með FSF merch á svæðinu en það þarf reiðufé til þess að versla við þá.

Hérna er hlekkur á Facebook viðburðinn: https://www.facebook.com/events/378972992455457/