Nemendafélagið
ENIAC
Um Nemendafélagið ENIAC

Líkt og hinn undurfagri og blágöldrótti fönix, fæddist Nemendafélagið ENIAC úr ösku fyrrverandi nemendafélags Upplýsingatækniskólanns (NUTS).
Fyrstu meðlimir ENIAC stofnuðu það með þeim tilgangi að bæta félagslífið í Upplýsingatækniskólanum, sem var svo sannarlega hægara sagt en gert. En það stóð ekki í vegi fyrir þessum ofurmennum, því saman leiddu þeir ENIAC til byltingarkenndra breytinga á félagslífi Upplýsingatækniskólans.

Discord hópur ENIACS
Klúbbar

Forritunarklúbburinn
Meðlimir hittast og for­rita. Þarna er hægt að fá aðstoð við for­rit­un­ar­verk­efni sem verið er að glíma við, hvort sem þau eru verk­efni í skól­anum eða ekki. (Á klúbba­kvöld­unum er for­rit­unarþraut lögð fyrir þátt­tak­endur og fá sig­ur­veg­ar­arnir pizzur í verðlaun.)* kannski ekki lengur, forrklúbb er að minnka en við erum að vinna í því

Kvikmyndaklúbburinn
Kvikmyndaklúbburinn er tilvalinn fyrir áhugamenn kvikmynda. Horft er á myndir á klúbbakvöldum, og haldin umræða eftir á ef tími finnst til. Allt frá klassískum myndum, og að nýrri mynda eru sýndar. Svo er einnig tekið við tillögum

Minecraftklúbburinn
Minecraft klúbburinn heldur uppi sínum eigin minecraft-server þar sem meðlimir geta spilað. Klúbburinn hittist líka á klúbba­kvöldum og spilar ásamt því að standa fyrir Minecraft viðburðum í tengslum við LAN Tækni­skólans sem er haldið á hverri önn.

Ostaklúbburinn
Ostaklúbburinn er fyrir áhugamenn osta, eða bara fólk sem er ekki 100% viss um í hvaða klúbb þeim langar mest til þess að hanga. Það er alltaf mjög góð stemning og gott andrúmsloft í Ostaklúbbnum og oft á tíðum fer umræðan út fyrir osta og allir geta tekið virkann þátt í henni.
Stjórn ENIAC

Arnór
"Formaður"

Jón
"The lad"

Ég
"Gæjinn sem gerði síðuna"

Umsókn

Talaðu við okkur á Discord serverinum