Nemendafélagið
ENIAC
Um Nemendafélagið ENIAC

Líkt og hinn undurfagri og blágöldrótti fönix, fæddist Nemendafélagið ENIAC úr ösku fyrrverandi nemendafélags Upplýsingatækniskólanns (NUTS).
Fyrstu meðlimir ENIAC stofnuðu það með þeim tilgangi að bæta félagslífið í Upplýsingatækniskólanum, sem var svo sannarlega hægara sagt en gert. En það stóð ekki í vegi fyrir þessum ofurmennum, því saman leiddu þeir ENIAC til byltingarkenndra breytinga á félagslífi Upplýsingatækniskólans.

Facebook hópur ENIAC
Klúbbar

Forritunarklúbburinn
Forritunarklúbbur Tækniskólans er ekki bara fyrir fólk sem kann forritun heldur líka fólk sem vill læra forritun eða hefur almennan áhuga á forritun. Í Forritunarklúbbnum er að sjálfsögðu forritað, borðað og bara straight-up chillað. Á hverju einasta klúbbakvöld býður forritunarklúbburinn upp á stutta fyrirlestra og oft verkefni sem fylgja þeim. Forritunarklúbburinn býður einnig upp á heimanámsaðstoð.

Kvikmyndaklúbburinn
Kvikmyndaklúbburinn er tilvalinn fyrir áhugamenn kvikmynda. Horft er á myndir á klúbbakvöldum, og haldin umræða eftir á ef tími finnst til. Allt frá klassískum myndum, og að nýrri mynda eru sýndar. Svo er einnig tekið við tillögum

Spilaklúbburinn
Hefur þú gaman að spilum? Þá er spilaklúbburinn staðurinn fyrir þig! Spilaklúbburinn tekur á móti öllum áhugamönnum spila, byrjendum og fólki sem er lengra komið.

Ostaklúbburinn
Ostaklúbburinn er fyrir áhugamenn osta, eða bara fólk sem er ekki 100% viss um í hvaða klúbb þeim langar mest til þess að hanga. Það er alltaf mjög góð stemning og gott andrúmsloft í Ostaklúbbnum og oft á tíðum fer umræðan út fyrir osta og allir geta tekið virkann þátt í henni.
Stjórn ENIAC

Huginn Thor Jóhannsson
"Formaður"

Óðinn Benediktsson
"Þríburi"

Gervimadur G. Finnland
"Maðurinn"

Umsókn